Seguici
iBookstore
Android app on Google Play
Like Us
Un programma di
Halastjarna skvettir vatni á Júpíter
25 April 2013

Júpíter er gasrisi og stærsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar. Hann inniheldur 70% af massa allra reikistjarnanna samanlagt! Og vísindamenn eru ekki að ýkja þegar þeir kalla Júpíter gasrisa — ef þú féllir inn í Júpíter, myndirðu aldrei drepa fæti á föstu yfirborði! Þess í stað féllir þú nokkra tugi þúsunda kílómetra í gegnum þykkan og stormasaman lofthjúpinn, sem er að mestu úr vetni, áður en þú kemst í snertingu við harla óvenjulegasta hluta reikistjörnunnar: 40.000 km djúpt haf úr stórfurðulegum vökva!

Þessi skrítna súpa er að mestu úr vetni en er þó ekki eina „hafið“ á Júpíter. Á myndinni sést kort sem stjörnufræðingar hafa útbúið af vatni í lofthjúpi reikistjörnunnar! Næstum allt þetta vatn barst til Júpíters utan úr geimnum með halastjörnunni Shoemaker-Levy 9 sem rakst á reikistjörnuna árið 1994. Áreksturinn var stórkostlegur! Þegar halastjarnan féll inn í Júpíter urðu til risavaxnir blettir, 6.000 km í þvermál, sem sjást greinilega á suðurhveli reikistjörnunnar á mynd 2. Þetta var ekki það eina sem Shoemaker-Levy 9 skildi eftir sig því flestar halastjörnur innihalda mikinn ís.

Nú hafa stjörnufræðingar með hjálp Herschel geimsjónaukans útbúið þrívítt kort af vatni í Júpíter — bláu skýin sem umlykja reikistjörnuna á myndinni er vatn. Tilvist vatns í Júpíter kemur ekki á óvart en kortið sýnir að mestur hluti vatnsins er á suðurhveli reikistjörnunnar. Þetta vakti áhuga stjörnufræðinganna því ef vatnið ætti rætur að rekja til innviða reikistjörnunnar ætti það að dreifast jafnt um hana. Út frá þessari skrítnu dreifingu er aðeins hægt að draga eina ályktun: Vatnið kom frá Shoemaker-Levy 9.

Fróðleg staðreynd

Í miðju Júpíters er líklega fastur kjarni sem er í kringum 10 sinnum massameiri en Jörðin en þrýstingurinn og hitinn í iðrum Júpíters kæmi í veg fyrir að hægt væri að lenda á honum. Aðstæður í kjarna Júpíters eru nefnilega hrikalegar. Hitastigið er hærra en á yfirborði sólar og þrýstingurinn um 40 milljón sinnum meiri en við yfirborð Jarðar!

Share:

Maggiori Notizie
16 September 2020
14 September 2020
10 September 2020
3 September 2020

Foto

Lo splash della cometa su Giove
Lo splash della cometa su Giove

Printer-friendly

PDF File
966,4 KB