Seguici
iBookstore
Android app on Google Play
Like Us
Un programma di
Öfugsnúin stjarna
02 April 2012

Myndin hér til hægri sýnir stjörnu fyrir og eftir mikla breytingu. Vinstra megin er tekning sem sýnir hvar mismunandi efni í stjörnunni var að finna. Þessi innyfli eru frumefni. Hægra megin er alvöru ljósmynd af sömu stjörnu eftir að hún sprakk í tætlur.

Stjörnufræðingar nefna slíkar stjörnur sprengistjörnur og leifarnar eru sprengistjörnuleifar. Sprengistjörnuleifin á myndinni til hægri er kölluð Kassíópeia A eða Cas A til styttingar.

Á báðum myndum tákna litirnir mismunandi frumefni í stjörnunni. Stjörnufræðingar telja að áður en stjarnan sprakk hafi heilmikið af frumefnunum járni (blátt) og brennisteini og kísli (grænt) veið í miðju hennar. Síðan hafi þessi frumefni þotið út úr stjörnunni í átt að ytri brúnum leifanna eins og sjá má af bláu og grænu litunum í ytri hluta Cas A á myndinni hægra megin. Í raun er stjarnan orðin öfugsnúin!

Fróðleg staðreynd

Fyrir utan fyrirbæri í sólkerfinu okkar er Cas A öflugasta útvarpsstöðin á næturhimninum!

Share:

Maggiori Notizie
16 September 2020
14 September 2020
10 September 2020
3 September 2020

Foto

Una stella rivoltata ben bene!
Una stella rivoltata ben bene!

Printer-friendly

PDF File
1014,5 KB