Seguici
iBookstore
Android app on Google Play
Like Us
Un programma di
Stjarnfræðilega röng ályktun
26 April 2012

Um árabil hafa stjörnufræðingar gert ráð fyrir því að hægt væri að nota ljósmagnið sem vetrarbraut gefur frá sér til að finna út hve mikið efni hún inniheldur. Út frá því gætu þeir komist að því hve margar stjörnur eru í vetrarbrautinni. Nú hefur hópur stjörnufræðinga prófað þessa kenningu og komist að því að birta vetrarbrauta er ekki endilega góð leið til að telja stjörnurnar í þeim.

Til að byrja með skoðuðu stjörnufræðingarnir margar vetrarbrautir og bjuggu til mjög nákvæmt þrívíddarlíkan sem sýndi hvernig stjörnurnar í þeim hreyfast. Síðan voru þessar upplýsingar settar inn í öfluga ofurtölvu til að finna út hve mikið stjörnuefni var raunverulega í vetrarbrautunum. Með hjálp ofurtölvunnar uppgötvuðu stjörnufræðingarnir að margar af elstu vetrarbrautum alheimsins innihalda þrisvar sinnum meira af stjörnuefni en birta þeirra gat sagt til um.

En hvers vegna skín þetta stjörnuefni ekki skært? „Í vetrarbrautum geta verið fjölmargar litlar stjörnur“ segir stjörnufræðingurinn Michel Cappellari. Litlu stjörnurnar gefa ekki frá sér mikið ljós en gera grein fyrir miklu efni. Hann segir líka að hluti efnisins fari í myndun sólkerfa. (Á sama hátt urðu pláneturnar í sólkerfinu okkar úr sama gas- og rykskýi sem myndaði sólina.) Einnig gæti hluti efnisins líka falist í dánum stjörnum sem skína ekki lengur.

Michele er spenntur yfir nýju uppgötvuninni. „Hún sýnir hvað við eigu eftir að uppgötva margt um þróun vetrarbrauta og alheimsins sjálfs í árdaga“ sagði hann.

Fróðleg staðreynd

Öflugasta ofurtölva heims er hraðari en 28.000 Sony PlayStation 3 leikjatölvur samanlagt!

Maggiori Informazioni

astronlogo 
Þessi Space Scoop frétt er byggð á fréttatilkynningu ASTRON.

Share:

Maggiori Notizie
16 September 2020
14 September 2020
10 September 2020
3 September 2020

Foto

Un'assunzione sbagliata degli astronomi
Un'assunzione sbagliata degli astronomi

Printer-friendly

PDF File
1,3 MB