Seguici
iBookstore
Android app on Google Play
Like Us
Un programma di
Ævintýri í geimnum
02 May 2012

„Spegill, spegill herm þú mér, hver í heimi fegurst er?“ spurði stjarnan þegar hún sá ljósið sitt speglast af rykkornum í geimnum. Það kom henni á óvart þegar hún heyrði svarið: „Þessi rykský!“

Stjörnur geta vitaskuld ekki talað en þessi rykský eru fallegri en stjörnurnar sem lýsa þau upp. Þau eru kölluð endurskinsþokur vegna þess að þær endurvarpa ljósinu frá nálægum stjörnum.

Á myndinni er endurspeglaða ljósið blátt og hvítt. Rykið gefur líka frá sér eigið ljós sem sýnt er appelsínugult á myndinni. Appelsínugulu svæðin sýna hvar rykið hefur hlaupið í kekki.

Augu okkar geta ekki greint jafn orkulítið ljós og það sem frá rykinu berst en sérstakur sjónauki sem heitir APEX getur það. Án APEX sæju stjörnufræðingar ekkert þar sem þessir rykkekkir eru — einungis dimm ský sem birgja okkur sýn á hvaðeina sem á bakvið liggur.

Mjög mikilvægt er fyrir stjörnufræðinga að geta séð svona svæði, því í þessum gas- og rykskýjum fæðast nýjar stjörnur.

Fróðleg staðreynd

APEX sjónaukinn er í eyðimörk í Suður Ameríku sem er 5.100 metra yfir sjávarmáli!

Share:

Maggiori Notizie
16 September 2020
14 September 2020
10 September 2020
3 September 2020

Foto

Una fiaba nello spazio
Una fiaba nello spazio

Printer-friendly

PDF File
1023,9 KB