Stjörnufræðingar hafa beitt nýrri tækni til að koma auga á dauft ljós reikistjörnu á braut um fjarlæga stjörnu. Slíkt er eiginlega ótrúlegt því reikistjörnur eru svo miklu daufari en stjörnurnar og hverfa venjulega í ljósinu frá þeim. (Þetta er svipað því að reyna að sjá mýflugu við hlið mjög skærrar ljósaperu.)
Hingað til hafa stjörnufræðingar fundið nærri 800 fjarreikistjörnur (það eru reikistjörnur sem ekki eru í sólkerfinu okkar). Allar þessar reikistjörnur eru mjög daufar og svo órafjarri að mjög erfitt er að sjá þær í gegnum sjónauka. Þess vegna leita stjörnufræðingar eftir vísbendingum um reikistjörnurnar, t.d. með því að skoða hvernig ljós frá stjörnu dofnar þegar fjarreikistjarna gengur fyrir hana, eða hvernig stjarnan vaggar vegna þyngdartogs frá fjarreikistjörnunni.
Stjörnufræðingar geta lært heilmikið um fjarreikistjörnur sem ganga fyrir sínar stjörnur. Það er vegna þess að ljós fer í gegnum lofthjúp fjarreikistjörnuna á leið sinni til jarðar. Í ljósinu verða eftir upplýsingar um lofthjúpinn sem stjörnufræðingar geta lesið.
Hins vegar er eitt vandamál: Það er tiltölulega sjaldgæft að reikistjörnur fari fyrir sínar móðurstjörnur, því þá verða stjarnan fjarlæga, fjarreikistjarnan og jörðin verða að vera í beinni línu.
En stjörnufræðingar hafa þess vegna fundið upp á snjallri, nýrri tækni sem gerir það mögulegt að sjá daufa ljósið frá fjarreikistjörnu án þess að hún hverfi í ljósi stjörnunnar. Þessa aðferð geta stjörnufræðingar svo notað til að rannsaka ljósið frá fjarreikistjörnum og lært heilmargt um lofthjúpa þeirra og umhverfið!
Fróðleg staðreynd
Væri geimvera að fylgjast með sólkerfinu okkar væri jörðin 10 þúsund milljón sinnum daufari en sólin!
Maggiori Informazioni
Þessi Space Scoop frétt er byggð á fréttatilkynningu ESO.
Share: