Seguici
iBookstore
Android app on Google Play
Like Us
Un programma di
Frá litlum grænum körlum til stórra grænna vetrarbrauta!
05 December 2012

Þú deilir jörðinni með sjö milljörðum manna, fólki á öllum aldri, stærðum og gerðum. Í alheiminum eru að minnsta kosti milljón sinnum fleiri vetrarbrautir en mannfólk! Og þær eru líka af ýmsum stærðum og gerðum.

Nýlega bættist ný tegund vetrarbrauta í hópinn. Þessar vetrarbrautir eru stórar og bjartari en flestar aðrar í geimnum! Og þær eru líka eiturgrænar! Þess vegna hafa stjörnufræðingar kallað þessar vetrarbrautir „grænar baunir“ (sjáðu græna blettinn í miðju myndarinnar).

Þessar nýju vetrarbrautir eru meðal sjaldséðustu fyrirbæra í alheiminum. Við teljum að þær skíni svona skært vegna svarthols í miðju þeirra. Svarthol er lítið fyrirbæri með ógnarsterkt þyngdartog. Allt efni sem hættir sér of nærri, sogast inn í svartholið og sést aldrei aftur. Sennilega lúra slík skrímsli í miðjum allra vetrarbrauta, þar á meðal í Vetrarbrautinni okkar!

Þegar svarthol sýgur til sín nærliggjandi efni myndast skífa í kringum það. Hugsaðu þér hvernig vatn fellur í svelg ofan í niðurfall. Skífa svartholsins verður sífellt heitari sem veldur því að mikið magn af ljósi berst frá henni. Á þann hátt mynda svarthol mjög bjartar miðjur vetrarbrauta. En í tilviki grænu baunanna er það vetrarbrautin í heild sinni sem glóir!

Fróðleg staðreynd

Í geimnum eru líka til vetrarbrautir sem kallast „gráertur“. Þær eru mjög svipaðar grænu baununum að útlit (sjá hér) en eru miklu smærri og eru lýstar upp af öllum stjörnunum innan í þeim!

Maggiori Informazioni

 Þessi Space Scoop frétt er byggð á fréttatilkynningu ESO.

Share:

Maggiori Notizie
16 September 2020
14 September 2020
10 September 2020
3 September 2020

Foto

Dai piccoli omini verdi alle grandi galassie verdi!
Dai piccoli omini verdi alle grandi galassie verdi!

Printer-friendly

PDF File
988,0 KB