Seguici
iBookstore
Android app on Google Play
Like Us
Un programma di
Staðið á herðum risa
22 January 2013

Stjarnan á miðri myndinni heitir Betelgás. Betelgás er í öxl stjörnumerkisins Óríons (sem einnig er þekktur sem Veiðimaðurinn). Stjörnumerkin eru myndir á næturhimninum af hlutum, dýrum og manneskjum sem búnar eru til af stjörnu sem hafa verið tengdar saman með ímyndunarafli okkar manna. Óríon sést leikandi með berum augum á vetrarhimninum en Betelgás er rauðleita stjarnan fyrir ofan og til vinstri við stjörnurnar frægu í belti Óríons (Fjósakonurnar). Ef þú getur, farðu þá út og kíktu sjálf(ur)!

Á þessari mynd virðist Betelgás agnarsmá þótt stjarnan sé rauður reiginrisi — um 1000 sinnum stærri en sólin okkar og skín 100.000 sinnum skærar! Þessi mikla birta er þó dýru verði keypt. Betelgás er nefnilega á góðri leið með að enda ævi sína sem öflug sprengistjarna. Sjáðu myndina; þú sérð að hún er þegar byrjuð að varpa ytri lögum sínum frá sér!

Betelgás var einu sinni miklu minni en hún er nú en þegar hún varð eldri, þandist hún út og hóf að missa efni frá sér. Þetta efni hefur þotið út í geiminn og myndað bogann sem þú sérð kannski á myndinni og liggur upp að vinstri hlið stjörnunnar.

Ef þú rýnir betur í myndina sérðu sérkennilega beina línu á vinstri hlið myndarinnar. Vísindamenn telja að þessi slæða eða lína sé algerlega aðskilin stjörnunni. Hún er líkast til brúnin á dökku gas- og rykskýi sem hefur orkurík geislunin frá Betelgás hefur lýst upp. Ef þeir hafa rétt fyrir sér er útlit fyrir að Betelgás muni rekast á hana í náinni framtíð!

Fróðleg staðreynd

Betelgás er tiltölulega nálægt jörðinni miðað við fjarlægðir í geimnum. Það þýðir að þegar hún loksins springur, verður það sannkölluð flugeldasýning og mun hún skína álíka skært og fullt tungl á næturhimninum!

Maggiori Informazioni

 Þessi Space Scoop frétt er byggð á fréttatilkynningu ESA.

Share:

Maggiori Notizie
16 September 2020
14 September 2020
10 September 2020
3 September 2020

Foto

Sulle spalle del gigante
Sulle spalle del gigante

Printer-friendly

PDF File
974,0 KB