Seguici
iBookstore
Android app on Google Play
Like Us
Un programma di
Að losna út úr geimskel
15 May 2012

Þegar sprengja springur í kvikmyndum, kastast hetjurnar og óþokkarnir burt frá sprengingunni vegna öflugrar höggbylgju sem fylgir henni. Þegar stjarna springur í geimnum verður líka til höggbylgja en í stað kvikmyndastjarna, kastast gas og ryk út á við.

Áður en stjörnur springa varpa þær frá sér ytri lögum sínum sem eru úr gasi og ryki. Þegar stjarnan síðan springur gleypa þessar gas- og rykskeljar höggbylgjuna sem svo aftur hitna gríðarlega. Þá verður til röntgengeislun sem stjörnufræðingar geta ljósmyndað með sérstökum geimsjónaukum og sjá má á nýju myndinni hér að ofan.

Stjörnufræðingar tóku tvær myndir af þessu glóandi gas- og rykskýi með eins árs millibili. Þegar stjörnufræðingarnir bera ljósmyndirnar saman telja þeir sig sjá að höggbylgjan sé að losna úr skýinu. Þetta er í fyrsta sinn sem við sjáum höggbylgju losna úr gas- og rykhjúpi í röntgenljósi.

Fróðleg staðreynd

Höggbylgjan frá sprengistjörnunni hefur hitað gasið á myndinni upp í 100.000.000°C!

Share:

Maggiori Notizie
16 September 2020
14 September 2020
10 September 2020
3 September 2020

Foto

Liberandosi da un bozzolo cosmico
Liberandosi da un bozzolo cosmico

Printer-friendly

PDF File
958,1 KB